Áttundi leikurinn gegn Afríkuþjóð

Marteinn Geirsson, sem um skeið var landsleikjahæsti landsliðsmaður Íslands, skoraði …
Marteinn Geirsson, sem um skeið var landsleikjahæsti landsliðsmaður Íslands, skoraði eitt marka Íslands í fyrsta leiknum gegn Afríkuþjóð. mbl.is/Árni Sæberg

Áttundi landsleikur Íslands í karlafótbolta gegn Afríkuþjóð fer fram í Antalya í Tyrklandi í dag þegar Ísland mætir Úganda í vináttulandsleik, fyrsta leik ársins 2022.

Úganda er aðeins fimmta Afríkuþjóðin af 54 innan knattspyrnusambands álfunnar sem Ísland mætir í 513 A-landsleikjum karla frá upphafi en Ísland hefur áður mætt Suður-Afríku þrisvar, Nígeríu tvisvar, Túnis og Gana einu sinni.

Ísland hefur unnið Suður-Afríku tvisvar og gert eitt jafntefli og unnið og tapað gegn Nígeríu, en auk þess tapað fyrir Túnis og gert jafntefli við Gana. Allt hafa þetta verið vináttulandsleikir nema þegar Nígería vann Ísland 2:0 á HM 2018 í Rússlandi.

Ísland vann Nígeríu 3:0 í fyrsta leiknum við Afríkuþjóð á Laugardalsvellinum í ágúst 1981 þar sem Árni Sveinsson, Lárus Guðmundsson og Marteinn Geirsson skoruðu mörkin.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert