Sex nýliðar í byrjunarliðinu gegn Úganda

Arnór Ingvi Traustason er fyrirliði Íslands í dag.
Arnór Ingvi Traustason er fyrirliði Íslands í dag. AFP

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu hefur tilkynnt fyrsta byrjunarlið ársins fyrir leikinn gegn Úganda sem hefst í Antalya í Tyrklandi klukkan 14.00.

Sex nýliðar hefja leik en liðið er þannig skipað:

Mark:
Jökull Andrésson, Reading

Vörn:
Valgeir Lunddal Friðriksson, Häcken
Ari Leifsson, Strömsgodset
Finnur Tómas Pálmason, KR
Atli Barkarson, Víkingi R.

Miðja:
Viktor Örlygur Andrason, Víkingi R.
Viktor Karl Einarsson, Breiðabliki
Valdimar Þór Ingimundarson, Strömsgodset

Sókn:
Arnór Ingvi Traustason, New England
Jón Daði Böðvarsson, Millwall
Viðar Ari Jónsson, Sandefjord

Þeir Jökull, Finnur, Atli, Viktor Örlygur, Viktor Karl og Valdimar leika allir sinn fyrsta A-landsleik í dag.

Valgeir og Ari eiga einn landsleik að baki hvor og Viðar Ari hefur leikið fimm leiki. Langreyndastir eru Jón Daði með 60 landsleiki og Arnór Ingvi Traustason, sem er fyrirliði í dag, en hann hefur leikið 41 landsleik.

Varamenn:
Ingvar Jónsson, Víkingi R.
Hákon Rafn Valdimarsson, Elfsborg
Ísak Óli Ólafsson, Esbjerg
Damir Muminovic, Breiðabliki
Davíð Kristján Ólafsson, Kalmar
Alfons Sampsted, Bodö/Glimt
Kristall Máni Ingason, Víkingi R.
Stefán Teitur Þórðarson, Silkeborg
Alex Þór Hauksson, Öster
Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki
Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki
Sveinn Aron Guðjohnsen, Elfsborg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert