Hannes hafnaði Leiknismönnum

Stærsta stundin á ferli Hannesar Þórs Halldórssonar, þegar hann varði …
Stærsta stundin á ferli Hannesar Þórs Halldórssonar, þegar hann varði vítaspyrnu Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á HM 2018. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Óvissa er um framhaldið í fótboltanum hjá Hannesi Þór Halldórssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði, en hann hefur hafnað tilboði um að spila með uppeldisfélaginu Leikni í Reykjavík á komandi tímabili.

Þetta kemur fram á 433.is og einnig hjá fotbolti.net í dag en Hannes hefur leikið með Val síðan hann sneri heim úr atvinnumennsku. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum þar en gert  var samkomulag um starfslokasamning í nóvember.

433.is segir að Hannes hafi látið Leiknismenn vita í vikunni um að hann myndi ekki taka tilboði félagsins. Fotbolti.net segir að Hannes hafi upplýst Leiknismenn um að hann finni ekki neistann fyrir því að spila fótbolta. Margt bendir því til þess að knattspyrnuferlinum sé lokið hjá þessum leikjahæsta markverði í sögu íslenska karlalandsliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert