Aron Bjarki til Skagamanna

Jóhannes Karl Guðjónsson og Aron Bjarki Jósepsson handsala samkomulagið í …
Jóhannes Karl Guðjónsson og Aron Bjarki Jósepsson handsala samkomulagið í dag. Ljósmynd/ÍA

Aron Bjarki Jósepsson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild ÍA og mun því leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili.

Aron Bjarki er uppalinn hjá Völsungi á Húsavík en hefur verið á mála hjá KR frá árinu 2011.

Hann er 32 ára gamall miðvörður sem á að baki 128 leiki í efstu deild með KR, þar sem hann hefur skorað átta mörk.

Aron Bjarki varð þrívegis Íslandsmeistari á ferli sínum með KR og sömuleiðis vann hann bikarkeppnina þrisvar sinnum.

mbl.is