Stjarnan lagði Breiðablik í úrslitaleik

Einar Karl Ingvarsson, til hægri, var á skotskónum fyrir Stjörnuna …
Einar Karl Ingvarsson, til hægri, var á skotskónum fyrir Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan hafði betur gegn Breiðabliki þegar liðin mættust í úrslitaleik Fótbolta.net-mótsins í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Leiknum lauk með 3:1-sigri Garðbæinga en Damir Muminovic kom Breiðablik yfir á 36. mínútu.

Adolf Daði Birgisson jafnaði metin fyrir Stjörnuna undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 1:1 í hálfleik.

Einar Karl Ingvarsson og Ólafur Karl Finsen bættu svo við sitt hvoru markinu fyrir Stjörnuna í síðari hálfleik og þar við sat.

Þá hafði Leiknir úr Reykjavík betur gegn ÍA í leik um þriðja sæti mótsins á Leiknisvelli í Breiðholti en lokatölur urðu 5:3.

Markaskorarar fengnir af fótbolta.net.

mbl.is