Farinn frá FH til Danmerkur

Morten Beck Guldsmed og Eiður Smári Guðjohnsen þáverandi þjálfari FH …
Morten Beck Guldsmed og Eiður Smári Guðjohnsen þáverandi þjálfari FH ræða málin. mbl.is/Árni Sæberg

Danski knattspyrnumaðurinn Morten Beck Guldsmed sem hefur verið á mála hjá FH síðustu árin er búinn að semja við danska B-deildarliðið Skive.

Samningur hans við FH rann út um áramótin og var ekki endurnýjaður og Skive tilkynnti í dag að samið hefði verið við framherjann reynda.

Guldsmed lék fyrst hér á landi með KR og skoraði þá sex mörk í 21 leik tímabilið 2016. Hann kom síðan til FH 2019 og fór vel af stað með því að skora átta mörk í átta leikjum seinni hluta tímabilsins. Eftir það lék hann 21 leik í úrvalsdeildinni með FH og skoraði tvö mörk, og var lánaður til ÍA fyrri hluta síðasta tímabils þar sem hann lék níu leiki í deildinni án þess að skora en gerði eitt mark í bikarleik.

Guldsmed er 34 ára og lék áður með dönsku liðunum AGF, Silkeborg, Hobro, Fredericia og Viborg en hann var áður leikmaður Skive á sínum yngri árum. Hann hefur skorað 66 mörk í 201 leik í tveimur efstu deildum Danmerkur.

Morten Beck Guldsmed í leik með ÍA síðasta sumar þegar …
Morten Beck Guldsmed í leik með ÍA síðasta sumar þegar hann var þar í láni frá FH. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert