Fyrirkomulag Bestu deildarinnar breytist

Valur er ríkjandi Íslandsmeistari í kvennaflokki.
Valur er ríkjandi Íslandsmeistari í kvennaflokki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tillaga um breytingu á fyrirkomulagi í Bestu deildum karla og kvenna var samþykkt á ársþingi KSÍ í Ólafssal á Ásvöllum í dag.

Áfram verður leikin tvöföld umferð, heima og að heiman eins og hefur áður verið gert. Breytingin felur í sér að eftir tvöföldu umferðina fara efri sex lið deildarinnar í sér riðil og neðri sex í sér. Þar er svo leikin innbyrðis umferð sem þýðir fimm auka leikir bætast við hjá öllum liðum.

Kvennamegin munu efri sex liðin fara í sér riðil og neðri fjögur í sér riðil.

Breytingin í Bestu deild karla tekur gildi strax en í Bestu deild kvenna tekur hún gildi fyrir sumarið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert