Fyrrverandi Fylkismaður til Þróttara

Michael Kedman í búningi Þróttar úr Vogum.
Michael Kedman í búningi Þróttar úr Vogum. Ljósmynd/Þróttur

Enski knattspyrnumaðurinn Michael Kedman, sem lék um skeið með Fylki, er genginn til liðs við Þróttara úr Vogum sem leika í fyrsta skipti í 1. deild karla á komandi keppnistímabili.

Kedman er 25 ára gamall vinstri bakvörður sem lék sjö leiki með Fylkismönnum í úrvalsdeildinni seinni hluta tímabilsins 2020 en hann kom þá í Árbæinn frá Tres Cantos á Spáni á miðju tímabili. Hann lék áður með Patro Eisden í belgísku C-deildinni og var á sínum tíma í unglingaliðum West Ham og Chelsea.

Kedman kemur til liðs við Þróttara frá enska utandeildaliðinu Dartford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert