Eftir að ég hætti fór allt niður á við

„Eftir að ég hætti fór allt niður á við,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, í léttum tón þegar rætt var um Stjörnuna í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu sem hefst á þriðjudaginn.

Þær Harpa, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, fyrrverandi markvörður KA/Þórs og ÍBV meðal annars, og Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna á Stöð 2 Sport, voru sérfræðingar þáttarins.

„Maður er farinn að sjá handbragð Kristjáns Guðmundssonar á liðinu og ég held að Stjarnan sé það lið sem mun taka stig af Breiðabliki og Val en vera í basli með liðin í neðri hlutanum,“ sagði Harpa meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna og spá sérfræðinganna má nálgast með því að smella hér.

Kristján Guðmundssonhefur stýrt Stjörnunni frá því í október 2018.
Kristján Guðmundssonhefur stýrt Stjörnunni frá því í október 2018. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is