Þurfa að hætta að væla yfir ferðalaginu

„Það er alltaf erfitt að fara norður,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, þegar rætt var um Þór/KA í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu sem hefst á þriðjudaginn.

Þær Harpa, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, fyrrverandi markvörður KA/Þórs og ÍBV meðal annars, og Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna á Stöð 2 Sport, voru sérfræðingar þáttarins.

„Ég held að leikmenn eyði allt of mikilli orku og púðri í ferðalagið og það er eins og það sé erfiðast í heimi að fara norður í rútuferð,“ sagði Bryndís Lára meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna og spá sérfræðinganna má nálgast með því að smella hér.

Þór/KA leikur heimaleiki sína á Þórsvelli á Akureyri.
Þór/KA leikur heimaleiki sína á Þórsvelli á Akureyri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is