Vantar eitthvað í sóknarleikinn

„Mér finnst vanta ákveðinn X-faktor í sóknarleikinn hjá þeim,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, þegar rætt var um Breiðablik í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu sem hefst á þriðjudaginn.

Þær Harpa, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, fyrrverandi markvörður KA/Þórs og ÍBV meðal annars, og Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna á Stöð 2 Sport, voru sérfræðingar þáttarins.

„Það á alltaf að vera krafa um það að Breiðablik berjast um Íslandsmeistaratitilinn en ég held að efstu tvö liðin muni misstíga sig meira í ár en undanfarin ár,“ sagði Bryndís Lára meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna og spá sérfræðinganna má nálgast með því að smella hér.

Agla María Albertsdóttir er horfin á braut úr Kópavoginum.
Agla María Albertsdóttir er horfin á braut úr Kópavoginum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert