Ólafsvíkingur í sex mánaða bann frá fótbolta

Frá leik Víkings frá Ólafsvík og ÍBV síðasta sumar.
Frá leik Víkings frá Ólafsvík og ÍBV síðasta sumar. Ljósmynd/Alfons Finnsson

Ólafsvíkingurinn Kristján Björn Ríkharðsson hefur verið úrskurðaður í sex mánaða bann frá afskiptum af fótbolta vegna fölsun á leikskýrslu.

Var lið Víkings frá Ólafsvík rangt skráð á leikskýrslu er liðið mætti ÍR í Lengjubikar karla í fótbolta 26. mars síðastliðinn.

Víkingsfélaginu er einnig gert að greiða 160.000 krónur í sekt. Úrslitum leiksins, sem fór 2:1 fyrir Víking, hefur verið breytt í 3:0-sigur ÍR.

Kristófer Daði Kristjánsson var skráður í treyju númer 11 í leiknum en ónefndur leikmaður, sem ekki var kominn með leikheimild, lék í treyjunni í stað Kristófers. 

Lesa má nánar um úrskurðinn á heimasíðu KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert