Fram hirti stig í Garðabæ

Framarinn Guðmundur Magnússon með boltann í dag. Brynjar Gauti Guðjónsson …
Framarinn Guðmundur Magnússon með boltann í dag. Brynjar Gauti Guðjónsson úr Stjörnunni eltir hann. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Sitthvort stigið í 1:1 jafntefli  varð hlutskiptið í Garðabænum í dag þegar Fram sótti Stjörnuna heim  í efstu deild karla í fótbolta, Bestu deildinni.    Garðbæingar langaði í meira eftir sigurá Víkingum í síðasta leik en Fram fékk sitt annað stig í deildinni og þurfti að hafa mikið fyrir því að halda því.

Leikurinn var ekki beint leiðinlegur, menn voru að leggja sig fram á vellinum en það vantaði færin, í raun bara sitthvort fyrstu 25 mínúturnar en hvorugt skotið hitti ramman.   Fyrsta markið kom síðan á 27. mínútu Þegar vörn Garðbæinga var í einhverju basli, missti síðan boltann yfir sig og aftur fyrir Harald í markinu.  Guðmundur Magnússon, framherji sem leitar alltaf af færi, var langfyrstur til að átta sig, skaust aftur fyrir hópinn og skoraði af stuttu færi í autt markið.    Garðbæingar létu þetta ekki slá sig útaf laginu, þvert á móti og skerptu á sókninni – voru einhvern vegin einbeittari að finna glufur og reyna pressa gestina aftar á völlinn.   Safamýrarliðið var þó viðbúið, hélt sjá og fór svo að sækja en þar sem bæði lið ætluðu sér undirtökin urðu úr nokkur ágæt skot.

Besta færið fékk Fram á 45. mínútu þegar Alex Freyr Elísson komst upp völlinn gegn tveimur varnarmönnum Stjörnunnar en með félaga sína sitthvoru megin á frekar auðum sjó.  Alex Freyr reyndi hins vegar að koma sér í færi sjálfur og skjóta en varnarmenn Garðbæinga voru alveg viðbúnir.   Þegar leið á leikinn jókst baráttan hjá Stjörnunni, sótt var af meiri krafti og meira lagt í sölurnar en markið kom ekki.

Garðbæingar hófu síðari hálfleik með látum og skotum en það vantaði aðeins upp svo markið kom ekki.    Gestirnir voru viðbúnir og reyndu að komast inn í leikinn eftir smá bið,  tókst það að einhverju leiti en Garðbæingar voru orðnir heitir, fengu nokkur færi en fleiri spjöld.    Eitthvað varð undan að láta og á 68. mínútu skallaði Emil Atlason inn sendingu Jóhanns Árna Gunnarssonar og jafnaði í 1:1.   Síðasta korterið var lá mark í loftinu því Garðbæingar voru mjög ákveðnir og náðu góðum tökum á leiknum en markið hékk enn í loftinu þegar flautað var til leiksloka.   Það vantaði samt ekki að hvort lið skapaði usla og nálægt því að skora, fyrst Fram og svo Stjarnan.  Ótrúlegt að engum tókst að koma boltanum yfir línuna enda stökk stúkan upp í heild sinni.

Stjörnumenn voru ágætir en það vantaði aðeins uppá, Óskar Örn Hauksson náði ekki að sýna töfrana og Emil Atlason, sem skoraði þrennu í síðasta leik, fékk úr litlu að moða.  Garðbæingar náðu þó algerum undirtökum er leið á leikinn en boltinn vildi ekki inn.

Fram að sama skapi barðist og var inni í leiknum en þegar á leið fór mesta orkan í að halda stiginu þó gestirnir ættu sín færi.

Stjarnan 1:1 Fram opna loka
90. mín. Leik lokið 5 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is