Eyddum miklu púðri í varnarleikinn og áttum minna í sóknarleikinn

Rebekka Sverrisdóttir fyrirliði KR með boltann í leiknum í kvöld …
Rebekka Sverrisdóttir fyrirliði KR með boltann í leiknum í kvöld en Eyjakonan Ameera Hussen fylgist með henni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er ósátt við tapið en svo sem stígandi hjá okkur, mér fannst við hafa verið þéttari en við höfum verið í undanförnum leikjum og það er jákvætt,“ sagði  Rebekka Sverrisdóttir fyrirliði KR eftir 0:2 tap fyrir Eyjum þegar liðin mættust í Vesturbænum í kvöld er leikið var í efstu deild kvenna í fótbolta, Bestu deildinni.

„Við eyddum mjög miklu púðri í varnarleikinn í dag og áttum þá minna eftir í sóknarleikinn en það er eitthvað sem við byggjum bara á. Mér finnst fínt rennsli í liði okkar og erum með flottan varabekk, getum komið inná með góða leikmenn og það er líka góður stuðningur af bekknum, sem er bara flott.“  

KR-konur er því enn án stiga eftir eins og Afturelding en Vesturbæingar eru þó í neðsta sætinu vegna markatölu en það er engin uppgjöf í fyrirliðanum.  „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur því þetta voru tvö lið í sömu aðstöðu – að sækja sinn fyrsta sigur – en þetta er bara einn leikur.  Við erum ekkert að fara á taugum og vinnum Breiðablik í næsta leik,“  sagði Rebekka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert