Þurftum að slá tóninn með sigri og mörkum

Haley Thomas fyrirliði ÍBV hefur gætur á KR-ingnumHildi Björgu Kristjánsdóttur …
Haley Thomas fyrirliði ÍBV hefur gætur á KR-ingnumHildi Björgu Kristjánsdóttur í leiknum í kvöld. Kristinn Magnússon

„Við erum sannarlega ánægðar með ná okkar fyrsta sigri,“ sagði Haley Thomas fyrirliði Eyjakvenna eftir 2:0 sigur á KR þegar liðin mættust í kvöld í Vesturbænum þegar leikið var í þriðju umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu, Bestu deildinni.

„Við vissum að við þyrftum að vinna þennan leik til að slá tóninn, þá ekki bara að vinna heldur líka að skora mörk sem urðu tvö í dag og það er einmitt það sem við þurftum.“ 

ÍBV tapaði naumlega fyrir Selfoss í síðasta leik sínum og það nauma tap virtist keyra upp keppnisskapið.  „Ég held að vegna úrslitana í síðasta leik okkar þyrftum við að vera tilbúnar frá því að við gengum inn í búningsherbergið, við höfum orkuna, náðum upp keppnisskapinu og vissum að við þyrftum að vinna enda vorum við betur tilbúnar í þennan leik en síðasta,“ bætti fyrirliðinn við.  

Vorum svolítið að flýta okkur

Júlíana Sveinsdóttir stóð sig vel  í vörn ÍBV og náði oftast að hemja sóknartilburði KR-inga en hún segir fargi létt af liðinu. „Ég held að við höfum haft leikinn í okkur höndum allan tímann, áttum miklu  fleiri færi og hefðum getað skorað mun meira en við vorum svolítið að flýta okkur í byrjun að skora og þetta var gott. Það er gott að vera komin með þrjú stig í sigri og vonandi fer stressið aðeins af okkur, eins og gerist með fyrstu stigunum.  Mér finnst hópurinn ná vel saman og andrúmsloftið mjög gott, nándin er meiri í Eyjum og útlendingarnir okkar komu snemma svo liðið hefur náð vel saman,“ sagði Júlíana eftir leikinn.  

mbl.is