Stórsigur Íslands gegn Sviss

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss í dag.
Byrjunarlið Íslands gegn Sviss í dag. Ljósmynd/KSÍ

Drengjalandsliðs Ísland í knattspyrnu, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, vann stórsigur gegn Sviss í öðrum leik sínum á alþjóðlegu móti á vegum UEFA í Västra Mark í Svíþjóð í dag.

Leiknum lauk með 4:0-sigri Íslands en það voru þeir Galdur Guðmundsson, Hrafn Guðmundsson, Stígur Diljan Þórðarson og Karl Ágúst Karlsson sem skoruðu mörk íslenska liðsins í leiknum.

Íslenska liðið mætir Írlandi í lokaleik sínum á mótinu á mánudaginn kemur en liðið hefur unnið báða leiki sína á mótinu til þessa, gegn Sviss og Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert