Stundum þarf að spila eins og mótherjinn

Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar.
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var sáttur með sitt lið eftir 2:1-sigur gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

„Virkilega góð liðsheild og mér fannst við sýna það og sanna að við getum alveg varist líka þegar liðið er á sínum degi,“ sagði Alexander í samtali við mbl.is.

Alexander talaði um hvað liðið þyrfti að gera til að vinna Stjörnuna í næstu umferð

„Við þurfum að spila okkar bolta, síðustu tveir leikir á móti Þrótti og Þór/KA, erum við meira með boltann í báðum þeim leikjum, þannig við getum alveg spilað okkar fótbolta á okkar velli.

Á svona velli eins og í dag, þá þarftu bara stundum að berjast og spila eins og mótherjinn þinn er að spila og það er bara það sem við gerðum, og ég held að við uppskárum eftir því,“ bætti Alexander Aron við.

mbl.is