Jason bestur í fimmtu umferðinni

Jason Daði Svanþórsson hefur leikið vel með Blikum í vor …
Jason Daði Svanþórsson hefur leikið vel með Blikum í vor og er leikmaður umferðarinnar hjá Morgunblaðinu. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Jason Daði Svanþórsson, kantmaður úr Breiðabliki, var besti leikmaðurinn í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Jason fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Blikar sigruðu Stjörnuna 3:2 á Kópavogsvelli en hann skoraði eitt mark og átti stóran þátt í hinum tveimur. Hann var einn þriggja leikmanna í deildinni sem fengu tvö M í umferðinni en hinir voru Erlingur Agnarsson úr Víkingi og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr ÍA.

Þessir þrír eru allir í liði umferðarinnar hjá Morgunblaðinu. Þar er Nökkvi Þeyr Þórisson úr KA í þriðja sinn í fyrstu fimm umferðunum en hann og Ísak Snær Þorvaldsson úr Breiðabliki eru þeir einu sem hafa verið valdir þrisvar. 

Lið 5. umferðar er birt í Morgunblaðinu í dag

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert