Vestri með sterkan útisigur

Vestri sótti þrjú stig í dag.
Vestri sótti þrjú stig í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Vestri vann 2:0 sigur á Aftureldingu í 1. deild karla í knattspyrnu í Mosfellsbæ fyrr í dag. 

Vestri komst í áttunda sæti deildarinnar með sigrinum í dag. Afturelding er í því tíunda. 

Afturelding skoraði sjálfsmark á 42. mínútu og kom þannig Vestra í 1:0. Aurelien Norest tvöfaldaði svo forystu Vestra á 58. mínútu og við stóð. 

Næsti leikur Aftureldingar er gegn Selfossi næsta laugardag í Mosfellsbæ. Vestri fer í heimsókn til Voga og mætir Þrótti þarnæsta sunnudag. 

mbl.is