Völsungur með tveggja marka sigur

Áki Sölvason skoraði annað mark Völsungs í dag.
Áki Sölvason skoraði annað mark Völsungs í dag. Hafþór Hreiðarson.

Völsungur vann 3:1 sigur á Reyni Sandgerði í 2. deild karla í knattspyrnu á PCC vellinum á Húsavík í dag. 

Mörk Völsungs skoruðu þeir Santiago Abalo, Áki Sölvason og Bjarki Baldvinsson. Magnús Magnússon skoraði mark Reynis. 

Völsungur er í öðru sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Reynir er í tíunda með ekkert stig. 

Næsti leikur Völsungs er gegn Leikni Fjarðabyggð næsta föstudag. Reynir tekur á móti Ægi sama dag. 

mbl.is