Annar sigur FH á tímabilinu

Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark FH í dag.
Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark FH í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

FH vann 2:0 sigur á ÍBV í 6. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Hafnarfirði  í dag.

Markaskorarar FH voru þeir Matthías Vilhjálmsson og Davíð Snær Jóhannsson.

Fh kemur sér í sjöunda sæti deildarinnar með sigrinum í dag. ÍBV er enn í tíunda sætinu með 2 stig.  

Fyrri hálfleikurinn byrjaði rólega. FH fékk tvö góð færi sem Matthías og Steven Lennon náðu ekki að nýta, gestirnir fengu sín færi en náðu heldur ekki að nýta.

Matthías kom svo FH yfir á 29. mínútu þegar hann komst einn á móti Guðjóni Erni Sigurjónssyni eftir sendingu frá Birni Daníel Sverrissyni, Matthías fór framhjá Guðjóni í markinu og skoraði, virkilega vel gert. 

FH fékk tvö flott færi í viðbót til að tvöfalda forystu sína en Kristinn Freyr Sigurðsson og Lennon náðu ekki að nýta þau og hálfleikstölur því 1:0. 

Davíð Snær kom svo heimamönnum í 2:0 á 63. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Kristni Frey. Kristinn kom boltanum inn fyrir á Davíð Snæ sem vippaði yfir Guðjón í markinu og heimamenn komnir tveimur mörkum yfir. 

Leikurinn róaðist eftir annað mark FH og engin fleiri mörk voru skoruð. Lokatölur því 2:0 fyrir FH, sterkur heimasigur. 

Eggert Gunnþór Jónsson kom beint inn í byrjunarlið FH eftir að mál hans fyrir meint kynferðisofbeldi var látið falla síðastliðinn föstudag. 

FH sækir Keflavík heim í næstu umferð. ÍBV fær ÍA í heimsókn til Eyja og víst að Eyjamenn þurfi að fara að vinna leik til þess að halda sér í deildinni. 

FH 2:0 ÍBV opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert