Íslendingar dæma á lokamóti EM

Helgi Mikael Jónasson dæmir á lokamóti EM U17 ára landsliða …
Helgi Mikael Jónasson dæmir á lokamóti EM U17 ára landsliða karla. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Helgi Mikael Jónasson og Gylfi Már Sigurðsson verða á meðal dómara á lokamóti EM U17 ára landsliða karla í fótbolta. 

Mótið fer fram í Ísrael og hefst í dag. Helgi og Gylfi dæma leik Serbíu og Belgíu í dag en úrslitaleikurinn fer fram 1. júní.

Helgi hefur verið á meðal fremstu dómara landsins undanfarin ár og Gylfi Már er reynslumikill aðstoðardómari.

mbl.is