Unglingalandsliðsmaður úr FH í Dortmund

Úr leik FH í sumar.
Úr leik FH í sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn William Cole Campbell, íslenskur unglingalandsliðsmaður úr FH, hefur samið við þýska stórveldið Borussia Dortmund.

Frá þessu er greint á Sky Germany í dag. Þar segir að William Cole, sem á bandarískan föður og íslenska móður, hafi valið Dortmund fram yfir Þýskalandsmeistara Bayern München.

William Cole er nýorðinn 16 ára en hefur leikið tvo deildarleiki fyrir FH, þar á meðal einn í sumar. Þá hefur hann leikið fimm leiki fyrir U17 ára landslið Íslands og skorað í þeim tvö mörk.

mbl.is