Íris best í fjórðu umferðinni

Íris Dögg Gunnarsdóttir var best í fjórðu umferðinni.
Íris Dögg Gunnarsdóttir var best í fjórðu umferðinni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íris Dögg Gunnarsdóttir markvörður Þróttar var besti leikmaðurinn í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Íris lék mjög vel í marki Þróttar þegar liðið lagði ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum á laugardaginn, 2:1.

Hún var eini leikmaður deildarinnar sem fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í fjórðu umferðinni og er að sjálfsögðu í liði umferðarinnar. Brenna Lovera framherji Selfyssinga er í úrvalsliðinu í þriðja sinn og þær Ásdís Karen Halldórsdóttir og Arna Sif Arngrímsdóttir úr Val og Danielle Marcano úr Þrótti eru valdar í annað skipti.

Lið umferðarinnar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert