Kristall, Rúnar og Atli í eins leiks bann

Kristall Máni Ingason (t.v.) fékk beint rautt spjald í gærkvöldi.
Kristall Máni Ingason (t.v.) fékk beint rautt spjald í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, í dag voru þrír leikmenn Bestu deildar karla úrskurðaðir í eins leiks bann.

Kristall Máni Ingason fékk beint rautt spjald í 0:3-tapi Víkings úr Reykjavík gegn Breiðabliki í gær fyrir olnbogaskot og missir fyrir vikið af leik Víkings gegn Val næstkomandi sunnudag.

Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður Keflavíkur, er fyrsti leikmaðurinn á tímabilinu sem er úrskurðaður í leikbann vegna fjögurra gulra spjalda. Missir hann af leik liðsins gegn FH á sunnudag.

Atli Hrafn Andrason, leikmaður ÍBV, fékk þá beint rautt spjald fyrir glæfralega tæklingu í 1:2-tapi liðsins gegn KR um þarsíðustu helgi. Hann er því búinn að taka út leikbann sitt, gerði það á sunnudag þegar ÍBV tapaði 0:2 fyrir FH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert