Stjarnan vann á lokamínútunum

Málfríður Erna Sigurðardóttir reynir sendingu fram völlinn í Mosfellsbænum í …
Málfríður Erna Sigurðardóttir reynir sendingu fram völlinn í Mosfellsbænum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan vann sterkan 3:1 sigur á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fót­bolta að Varmá í Mos­fells­bæ í kvöld. 

Markaskorarar Stjörnunar voru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir með tvö mörk fyrir. Sigrún Gunndís Harðardóttir skoraði mark Aftureldingar. 

Stjarnan kemur sér í fimmta sæti með sjö stig eftir sigurinn í dag. Afturelding er enn í níunda sætinu með þrjú stig.

Fyrri hálfleikurinn var kröftugur. Stjarnan fékk heilmikið af færum og Afturelding beitti beinskeyttum skyndisóknum. 

Jasmín kom Stjörnunni yfir á 31. mínútu eftir flottan undirbúning frá Katrínu Ásbjörnsdóttur, Jasmín skaut, Auður Scheving varði en Jasmín náði frákastinu og setti boltann í netið, 1:0.

Afturelding var ekki lengi að jafna því aðeins þremur mínútum síðar átti Jade Gentile frábæra fyrirgjöf beint á Sigrúnu Gunndísi sem setti boltann í netið fyrir framan opið mark, 1:1 og heimakonur ekki lengi að svara!

Bæði lið áttu ágætis færi eftir þetta mark en allt varð að ekki og hálfleiksstaðan því 1:1. 

Stjörnukonur sóttu og sóttu í seinni hálfleik en komust sjaldan í góð færi, heimakonur voru mjög þéttar og gáfu Stjörnunni lítið af almennilegum færum. 

Það var ekki fyrr en á 86. mínútu sem Stjarnan komst yfir eftir hornspyrnu, boltinn skoppaði í teignum og Jasmín náði að skalla boltanum yfir Auði í markinu, 2:1. 

Sigurbjartur Sigurjónsson í þjálfarateymi Aftureldingar lét svo reka sig af velli á 89. mínútu fyrir kjaft. 

Katrín kláraði leikinn svo endanlega á 90. mínútu með skallamarki úr hornspyrnu og 3:1 sigur Stjörnunar ljós.

Næsti leikur Aftureldingar er gegn KR í vesturbænum á mánudaginn. Stjarnan fær Selfoss í heimsókn sama dag. 

Afturelding 1:3 Stjarnan opna loka
90. mín. Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan) skorar 1:3 - Katrín skorar! Stjörnukonur sigla sigrinum heim eftir aðra hornspyrnu sem Katrín skallar í netið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert