Jason bestur í sjöttu umferð

Jason Daði Svanþórsson hefur farið afar vel af stað í …
Jason Daði Svanþórsson hefur farið afar vel af stað í sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Jason Daði Svanþórsson, kantmaður úr Breiðabliki, var besti leikmaðurinn í sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins og hann hefur þar með fengið þá útnefningu í tveimur umferðum í röð.

Jason fékk tvö M í fyrrakvöld þegar Breiðablik lék Íslands- og bikarmeistara Víkings grátt og var eini leikmaðurinn sem fékk þá einkunn í 6. umferðinni. Jason er ennfremur í liði umferðarinnar hjá Morgunblaðinu í annað skiptið í röð og þeir Rodrigo Gómez úr KA og Damir Muminovic úr Breiðabliki eru einnig valdir í annað sinn.

Úrvalsliðið má sjá í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert