Aron Einar í næsta landsliðshópi?

Aron Einar Gunnarsson í síðasta landsleiknum í júní á síðasta …
Aron Einar Gunnarsson í síðasta landsleiknum í júní á síðasta ári. AFP

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, gæti verið valinn í landsliðshópinn sem mætir Ísrael ytra og Albaníu á heimavelli í Þjóðadeild UEFA og vináttuleik gegn San Marínó ytra í byrjun næsta mánaðar.

Aron lék síðast með landsliðinu í vináttuleik gegn Póllandi 8. júní á síðasta ári. Hann hefur ekki verið í hópnum síðan, þar sem hann var ásakaður um kynferðisbrot ásamt Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni FH.

Héraðssaksóknari felldi hinsvegar málið niður og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, staðfesti við Fréttablaðið að Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara væri frjálst að velja þá leikmenn sem honum hugnaðist.

„Eins og staðan er núna þá eru engar reglur sem banna landsliðsþjálfara að velja ákveðna leikmenn,“ svaraði Vanda fyrirspurn Fréttablaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert