Þurfum að sýna að við eigum heima hér

Guðmunda Brynja Óladóttir, markaskorari KR í kvöld og Mist Edvardsdóttir …
Guðmunda Brynja Óladóttir, markaskorari KR í kvöld og Mist Edvardsdóttir berjast í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Vendipunkturinn var að fá á sig þrjú mörk á fjórum mínútum í fyrri hálfleik, þar gáfum við leikinn frá okkur,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 1:9 tap gegn Val í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 

„Mér fannst við spila leikinn ágætlega fyrstu 30. mínúturnar, það er hinsvegar áhyggjuefni þegar við erum að fá okkur mörg mörk í einu. Það segir okkur það að það sé ekki mikið sjálfstraust í liðinu. Ég var ánægður með að við komum til baka eftir að hafa lent 0:1 undir og fannst það sýna karakter, mér fannst ágætis bragur á liðinu í stöðunum 0:0 og 1:1, en það að fá svo í andlitið þrjú mörk á fjórum mínútum drap leikinn fyrir okkur. 

Við verðum að rífa okkur upp og mæta í næstu leiki. Næsti leikur er gegn Aftureldingu sem er með hörkulið og komið á blað með þrjú stig. Við þurfum að fara að sýna það að við eigum heima í þessari deild og eina leiðin til þess er að gera það á vellinum og gera það með góðri frammistöðu,“ sagði Jóhannes að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert