U23 ára liðið mætir A-liði Eistlands

U23 landslið Íslands sem mætti Póllandi árið 2015 í Kórnum …
U23 landslið Íslands sem mætti Póllandi árið 2015 í Kórnum í Kópavogi. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U23 ára landslið kvenna í fótbolta mun mæta A-liði Eistlands í vináttuleik 24. júní næstkomandi í Pärnu, Eistlandi.

Leikurinn verður skráður sem A-landsleikur, þrátt fyrir að Ísland tefli fram U23 ára liði. Jörundur Áki Sveinsson mun stýra íslenska liðinu í leiknum.

U23 ára landslið Íslands hefur einu sinni áður mætt A-landsliði, en það gerðist einnig árið 2016 gegn Póllandi og urðu lokatölur 1:1.

Þess fyrir utan hefur U23 ára landsliðið leikið tvo vináttuleiki; gegn Skotlandi á útivelli árið 2012 og Póllandi í Kórnum í febrúar 2015.

Þá staðfesti KSÍ í dag að A-landsliðið mun leika einn vináttuleik áður en liðið leikur á lokamóti EM á Englandi en ekki hefur verið staðfest hver andstæðingurinn verður.

mbl.is