FH með fullt hús

FH með fullt hús stiga.
FH með fullt hús stiga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH er með fullt hús stiga eftir 2:1 sigur á Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í 1. deild kvenna í fótbolta í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. 

Linli Tu kom heimakonum yfir á 23. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiksins. 

Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir jafnaði metin á 46. mínútu og Maggý Lárentsínusdóttir skoraði svo sigurmark leiksins á 59. mínútu. 

FH jafnar HK á topp deildarinnar með sigrinum í dag, bæði lið með níu stig og sömu markatölu. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir er í því þriðja með sex stig. 

Næsti leikur Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis er gegn Grindavík í Grindavík. FH sækir Fjölni heim. 

mbl.is