Júlíana best í fimmtu umferð

Júlíana Sveinsdóttir (t.h.) fagnar sigurmarki sínu ásamt liðsfélögum á fimmtudagskvöld.
Júlíana Sveinsdóttir (t.h.) fagnar sigurmarki sínu ásamt liðsfélögum á fimmtudagskvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Júlíana Sveinsdóttir, varnarmaður ÍBV, var besti leikmaðurinn í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Júlíana átti góðan leik í vörn ÍBV og fékk 2 M fyrir frammistöðu sína hjá blaðinu, en hún skoraði jafnframt sigurmark Eyjakvenna í óvæntum sigri þeirra á Breiðabliki á Kópavogsvellinum.

Samantha Leshnak, markvörður Keflvíkinga, og Danielle Marcano, framherji Þróttar, eru báðar valdar í lið umferðarinnar í þriðja skipti á tímabilinu.

Úrvalsliðið má sjá í Morgunblaðinu í dag en þar eru jafnframt fimm leikmenn valdir í annað skipti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert