Njarðvík með fullt hús eftir ferð til Ólafsvíkur

Njarðvík fer afar vel af stað í sumar.
Njarðvík fer afar vel af stað í sumar. Ljósmynd/Njarðvík

Njarðvík er með fullt hús stiga á toppi 2. deildar karla í fótbolta eftir 3:1-útisigur á Víkingi frá Ólafsvík í dag.

Belgíski framherjinn Oumar Diouck skoraði fyrsta og þriðja mark Njarðvíkur. Þess á milli jafnaði Andri Þór Sólbergsson fyrir Víking og Úlfur Ágúst Björnsson kom Njarðvík í 2:1.

Diouck hefur raðað inn mörkum fyrir KF síðustu ár og hann hefur gert fimm mörk í þremur leikjum með Njarðvík til þessa.

Þá gerðu Haukar og KF 2:2-jafntefli á Ásvöllum. Julio Fernandes kom KF yfir á 24. mínútu en Fannar Óli Friðleifsson og Kristján Ólafsson sneru taflinu við fyrir Hauka með mörkum á 59. og 63. mínútu. KF átti hinsvegar lokaorðið því Sævar Þór Fylkisson jafnaði á 76. mínútu.

Staðan:

  1. Njarðvík 9
  2. Völsungur 7
  3. Ægir 7
  4. Haukar 7
  5. Þróttur R. 6
  6. ÍR 4
  7. KF 3
  8. Magni 3
  9. KFA 2
  10. Víkingur Ó. 1
  11. Reynir S. 0
  12. Höttur/Huginn 0
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert