Jóhannes Karl hættur hjá KR

Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur með KR.
Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur með KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta, hefur látið af störfum hjá félaginu. KR greinir frá tíðindunum á heimasíðu sinni í kvöld.

Samkvæmt frétt á heimasíðunni sagði Jóhannes starfi sínu lausu í byrjun maí og lætur af störfum frá og með deginum í dag.

Arnar Páll Garðarsson aðstoðarþjálfari KR og Gunnar Einarsson þjálfari yngri flokka hjá KR stíga liðinu fram að mánaðarmótum hið minnsta. 

KR hefur farið illa af stað í Bestu deild kvenna og er liðið án stiga og með markatöluna 2:24 eftir fimm leiki.

mbl.is