Víkingur með sterkan sigur á Hlíðarenda

Helgi Guðjónsson, Sebastian Hedlund og Birkir Már Sævarsson í kvöldsólinni …
Helgi Guðjónsson, Sebastian Hedlund og Birkir Már Sævarsson í kvöldsólinni á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Víkingur vann góðan 3:1 sigur á Val í Bestu deild karla í knatt­spyrnu á Origo-vell­in­um á Hlíðar­enda í kvöld.

Markaskorarar Víkings voru þeir Nikolaj Hansen, Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson. Arnór Smárason skoraði mark Vals. 

Víkingur jafnar Val að stigum en Valur en enn ofar í töflunni á markatölu. Bæði lið eru með 13 stig í fjórða og fimmta sætinu. 

Fyrri hálfleikurinn var tiltulega rólegur. Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk besta færi fyrri hálfleiksins á upphafsmínútunum en náði ekki nægilega góðri snertingu og Ingvar Jónsson náði til boltans. Bæði lið áttu svo ágætis færi en boltinn rataði ekki í markið. Hálfleikstölur voru því 0:0 

Seinni hálfleikurinn byrjaði mun betur. Á 55. mínútu fékk Birkir Már Sævarsson dæmda á sig vítaspyrnu eftir að boltinn hafnaði í hönd hans. Nikolaj Hansen steig á punktinn og vippaði yfir Guy Smit í markinu, 1:0 fyrir Víking. 

Víkingur komst svo í 2:0 á 74. mínútu. Helgi Guðjónsson kom boltanum á Loga sem fór framhjá tveimur varnarmönnum Vals og smellti boltanum svo í fjærhornið, laglega klárað. 

Helgi kláraði svo leikinn sjálfur er hann slapp í gegn og setti boltann framhjá Sveini Sigurði Jóhannessyni í markinu, 3:0.

Arnór Smárason minnkaði muninn fyrir Val á 90. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Kyle Mclagan braut á Tryggva inn í teig, 3:1 en of seint.

Víkingsmenn eru komnir aftur á sigurbraut og það eftir leik við erfiðan andstæðing í Val, gríðarlega mikilvægur sigur hjá Íslandsmeisturunum. Valur tapar hinsvegar öðrum leik sínum í röð og þarf liðið að rífa sig í gang svo að sama saga og í fyrra endurtaki sig ekki. 

Valur sækir fram heim á næstu umferð. Víkingur fær KA í heimsókn. Báðir leikirnir eru á sunnudaginn eftir viku. 

Valur 1:3 Víkingur R. opna loka
90. mín. Leik lokið Sterkur 3:1 sigur Víkings niðurstaðan.
mbl.is