Vonandi höldum við þessu áfram

Helgi Guðjónsson berst hér um boltann við Birki Má í …
Helgi Guðjónsson berst hér um boltann við Birki Má í leiknum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Helgi Guðjónsson var að vonum sáttur þegar blaðamaður mbl.is talaði við hann eftir 3:1 sigur á Val í Bestu deild karla í kvöld. 

„Mér fannst við spila vel. Við náðum að þreyta þá í fyrri hálfleik og nýttum svo okkar færi í síðari hálfleiknum. Liðið spilaði vel á milli sín og ég er sáttur með frammistöðuna.

Stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki og þeir gengu upp í dag. Vonandi náum við að halda áfram að spila svona og fara með þessa frammistöðu inn í næsta leik okkar gegn KA.“

Helgi skoraði eitt mark og lagði upp annað.

„Ég hefði viljað skora eitt í viðbót þarna í lokin, er nokkuð svekktur með það. Annars bara sáttur með markið og stoðsendinguna,“ sagði Helgi að lokum. 

mbl.is