Ævintýrasigur ÍBV í níu marka leik

Eyjakonur fagna Rögnu Söru Magnúsdóttur eftir að hún jafnaði metin …
Eyjakonur fagna Rögnu Söru Magnúsdóttur eftir að hún jafnaði metin í 3:3. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Það voru líklega fáir sem að bjuggust við öðrum eins leik þegar að ÍBV tók á móti Þór/KA á Hásteinsvelli í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Lokatölur 5:4 ÍBV í vil og Eyjakonur með sinn fyrsta sigur á heimavelli í sumar.

Eyjakonur voru mun meira með boltann í leiknum en voru undir 0:3 eftir aðeins hálftíma leik. Voru öll þrjú mörkin með svipuðum toga, skyndisóknir inn fyrir vörn ÍBV þar sem að sóknarmenn Þórs/KA kláruðu vel. Það var Sandra María Jessem sem skoraði tvö fyrstu mörkin á 8. og 20. mínútu og Tiffany McCarty skoraði þriðja markið á 28.mínútu.

Þór/KA komnar með þrjár sóknir og þrjú mörk. Greinilegt að Þór/KA lagði upp með að leyfa hinu liðinu að sækja og beita svo skyndisóknum og virtist það vera að virka vel fyrir þær.

„Við erum góðar í því að spila svona, skorum mikið af mörkum og með þessu reynum við að nýta okkar styrkleika“ sagði Sandra María Jessen þegar að mbl.is gaf sig á tal við hana eftir leikinn.

ÍBV fékk slatta af færum í fyrri hálfleik en voru ekki að nýta sem skildi þangað til á 40. mínútu þegar að Ola Sevcova tók aukaspyrnu á nærstöngina þar sem Kristín Erna var vel staðsett og stangaði hann inn. Staðan orðin 1:3.

Það var svo fimm mínútum síðar að Olga Sevcova skoraði úr síðustu spyrnu fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Þóru Björg. Staðan orðin 2:3 og ÍBV búnar að ná að klóra sig inn í leikinn aftur. Hálfleikstölur 2:3 fyrir Þór/KA.

Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri, Þór/KA leyfði ÍBV að stýra leiknum og vera með boltann enda leikplan sem var að virka ágætlega fyrir þær í fyrri hálfleik.

Það tók ÍBV þó ekki nema sex mínútur að jafna leika. Ragna Sara Magnúsdóttir með sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir félagið. Klafs í teig Þór/KA sem endaði með því að Ragna Sara náði að pota boltanum í netið. Staðan orðin 3:3.

Þór/KA virtist skipta aðeins um taktík og tók tvöfalda skiptingu stuttu eftir markið.

Það var svo á 69. mínútu sem að boltinn barst til Tiffany McCarty fyrir utan teig sem gerði sér lítið fyrir og setti boltann yfir Guðnýju í marki ÍBV. Staðan orðin 3:4 Þór/KA í vil.

Fimm mínútum síðar stoppaði Saga Líf skyndisókn hjá ÍBV með því að henda í fullorðins tæklingu á Viktoriju Zaicikovu sem var á leiðinni upp kantinn. Guðmundur Ingi ekki lengi að taka ákvörun og flaggaði rauða spjaldinu.

Eyjakonur voru þó ekki að baki dottnar. Á 77.mínútu barst boltinn til Hönnu Kallmaier inn í teig Þórs/KA og fékk hún nægan tíma til að hlaða í ristarskot og þruma honum í netið. Bomba hjá Hönnu Kallmaier sem fékk alltof mikinn tíma á boltann. Staðan orðin 4:4 og rúmar tíu mínútur eftir af leiknum.

Það var svo í uppbótartíma sem að varamaðurinn Selma Björt Sigursveinsdóttir setti boltann í netið fyrir Eyjakonur eftir að hafa verið inná í um það bil fimm mínútur. Ameera Hussen var þá búin að leika boltann fram völlin, skaut á markið en boltinn í stöngina og barst svo til Selmu sem að setti hann í markið. Staðan orðin 5:4 fyrir ÍBV og urði það lokatölur á Hásteinsvelli í kvöld.

ÍBV skiljanlega glaðar með úrslitin og mikil stemming í stúkunni sem fagnar vel þessum sigri. Þór/KA hinsvegar svekktar að sjá og hefðu líklega viljað fá að minnsta kosti stig út úr þessum leik eftir að hafa verið 0:3 yfir eftir fyrstu 30 mínúturnar.

Þessi úrslit þýða að ÍBV eru komnar með tíu stig en Þór/KA eru ennþá með 6 stig.

Í næstu umferð taka Þór/KA á móti Keflavík á SaltPay-vellinum þann 1.júní næstkomandi. ÍBV fer og etjar kappi við Val á Origo vellinum þann sama dag.

Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði fyrsta mark ÍBV í kvöld og …
Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði fyrsta mark ÍBV í kvöld og sendir hér boltann fyrir mark Þórs/KA. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Tiffany McCarty sendir boltann í mark ÍBV og kemur Þór/KA …
Tiffany McCarty sendir boltann í mark ÍBV og kemur Þór/KA í 3:0 á 28. mínútu leiksins í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
ÍBV 5:4 Þór/KA opna loka
90. mín. Selma Björt Sig­ur­sveins­dótt­ir (ÍBV) skorar 5:4.JAAAAHÉRNA! Það er varamaðurinn Selma Björt Sigursveinsdóttir sem setur hann í netið eftir flott sókn og skot Ameeru Hussen sem endaði í stönginni. Boltinn berst til Selmu sem er vel staðsett og BOOM, staðan orðin 5:4. Þvílíkur markaleikur
mbl.is