Skipulag skilar

Katrín Ásbjörnsdóttir í baráttunni við Bergrósi Ásgeirsdóttur í leiknum í …
Katrín Ásbjörnsdóttir í baráttunni við Bergrósi Ásgeirsdóttur í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Ásbjörnsdóttir var sátt þegar blaðamaður mbl talaði við hana eftir 3:1 sigur Stjörnunar á Selfossi í Bestu deild kvenna í fótbolta í Garðabæ í kvöld. 

„Mér fannst við virkilega skipulagðar og agaðar í okkur varnarleik. Við leyfðum þeim svolítið að koma upp með boltann sem var uppleggið hjá okkur í dag og mér fannst það virka vel. Svo þegar við fengum tækifæri til að sækja þá sóttum við vel og skoruðum þrjú góð mörk.“

Katrín skoraði þriðja mark Stjörnunar á lokamínútunum, þetta er annar leikurinn í röð sem Katrín gerir það en hún skoraði einnig þriðja markið í 3:1 sigri á Aftureldingu í síðustu viku. Aðspurð út í þá tilviljun hafði Katrín þetta að segja:

 „Vonandi verður þetta ekki hefð. Ég vona að ég fari að skora aðeins fyrr í leikjunum en það er svosem alltaf gott að skora sama hvenær það er þannig ég er bara sátt.“

„Við eigum FH næst í bikar og það leggst vel í okkur, við höfum ekki mikið pælt í þeim leik og undirbúningur fyrir hann byrjar á morgun, það er alltaf gaman að koma í Krikann,“ sagði Katrín að lokum.

mbl.is