Helgi bestur í 7. umferðinni

Helgi Guðjónsson í baráttu við Birki Má Sævarsson í leiknum …
Helgi Guðjónsson í baráttu við Birki Má Sævarsson í leiknum í fyrrakvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Helgi Guðjónsson, sóknarmaður Víkings, var besti leikmaðurinn í sjöundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Helgi skoraði eitt mark og lagði annað upp þegar Víkingar lögðu Valsmenn að velli á Hlíðarenda, 3:1, í fyrrakvöld og hann var eini leikmaður deildarinnar sem fékk tvö M í einkunn hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína í sjöundu umferðinni.

Helgi er þar með í fyrsta sinn í liði umferðarinnar á þessu tímabili en sex leikmenn eru nú valdir í liðið í annað skiptið eins og sjá má í Morgunblaðinu í dag. Átta af tólf liðum deildarinnar eiga fulltrúa í liðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert