KA-menn æfðu á nýja grasinu

Þjálfarateymi KA ánægt á æfingu á nýja grasinu.
Þjálfarateymi KA ánægt á æfingu á nýja grasinu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnulið KA æfði í fyrsta skipti á nýju gervigrasi á KA-vellinum á Akureyri í dag. Völlurinn er klár og verður leikið á honum þegar KA fær Reyni frá Sandgerði í heimsókn í Mjólkurbikarnum á fimmtudag.

Þórir Tryggva­son, ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins á Ak­ur­eyri, tók myndir af fyrstu æfingu KA-liðsins á nýja grasinu.

KA hefur leikið heimaleiki sína á leiktíðinni til þessa á Dalvík.

KA-menn æfðu á nýja grasinu í dag.
KA-menn æfðu á nýja grasinu í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is