Víkingar skoruðu fjögur í Árbæ

Emma Steinsen Jónsdóttir skoraði fyrir Víking í kvöld og á …
Emma Steinsen Jónsdóttir skoraði fyrir Víking í kvöld og á hér í höggi við Emily Brett hjá Fylki. Ljósmynd/Óðinn Þórarinsson

Víkingur úr Reykjavík fór upp í toppsæti Lengjudeildar kvenna í fótbolta, 1. deild, með 4:0-útisigri á Fylki í kvöld í fyrsta leik 4. umferðarinnar.

Emma Steinsen Jónsdóttir, Kiley Norkus, Hulda Ösp Ágústsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir gerðu mörk Víkings.

Víkingur er með níu stig, eins og FH og HK, en tvö síðarnefnduliðin eiga leik til góða. Fylkir er í botnsætinu án stiga.

mbl.is