Arnar tilkynnti landsliðshópinn - Hákon valinn

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari og Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarþjálfari
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari og Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarþjálfari AFP/Javier Soriano

Arnar Þór Viðarsson þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn fyrir þrjá leiki gegn Ísrael og Albaníu og vináttulandsleik gegn San Marínó sem fram fara dagana 2. til 13. júní.

Leikið er við Ísrael á útivelli 2. júní og á Laugardalsvellinum 13. júní og við Albaníu á Laugardalsvellinum 6. júní en þessir leikir eru í Þjóðadeild UEFA. Vináttuleikurinn fer fram í Serravalle í San Marínó 10. júní.

Hinn 19 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson er í hópnum í fyrsta sinn en hann hefur leikið mjög vel með FC Köbenhavn að undanförnu og átti stóran þátt í að tryggja liðinu danska meistaratitilinn á dögunum.

Willum Þór Willumsson, Mikael Anderson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Mikael Egill Ellertsson koma inn í hópinn en þeir voru hvorki með í verkefnum landsliðsins í janúar eða mars.

Jón Daði Böðvarsson, Arnór Ingvi Traustason, Andri Fannar Baldursson, Atli Barkarson og Höskuldur Gunnlaugsson sem voru í hópnum í leikjunum í marsmánuði eru ekki í hópnum að þessu sinni.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
14/0 Rúnar Alex Rúnarsson, OH Leuven
  8/0 Ingvar Jónsson, Víkingi R.
  0/0 Patrik Sigurður Gunnarsson, Viking Stavanger

Varnarmenn:
38/2 Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva
12/2 Brynjar Ingi Bjarnason, Vålerenga
10/0 Alfons Sampsted, Bodö/Glimt
  7/0 Daníel Leó Grétarsson, Slask Wroclaw
  4/0 Davíð Kristján Ólafsson, Kalmar
  3/0 Ari Leifsson, Strömsgodset
  2/0 Valgeir Lunddal Friðriksson, Häcken

Miðjumenn:
107/15 Birkir Bjarnason, Adana Demirspor
18/1 Arnór Sigurðsson, Venezia
11/1 Ísak Bergmann Jóhannesson, FC Köbenhavn
10/0 Aron Elís Þrándarson, OB
  9/0 Þórir Jóhann Helgason, Lecce
  9/1 Stefán Teitur Þórðarson, Silkeborg
  1/0 Willum Þór Willumsson,  BATE Borisov
  0/0 Hákon Arnar Haraldsson, FC Köbenhavn

Sóknarmenn:
30/6 Albert Guðmundsson, Genoa
18/2 Jón Dagur Þorsteinsson, AGF
12/1 Sveinn Aron Guðjohnsen, Elfsborg
11/1 Mikael Anderson, AGF
  6/2 Hólmbert Aron Friðjónsson, Lilleström
  6/2 Andri Lucas Guðjohnsen, Real Madrid
  4/0 Mikael Egill Ellertsson, SPAL

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert