FH í basli með Skagastrákana í Kára

Steven Lennon skoraði tvö mörk í kvöld.
Steven Lennon skoraði tvö mörk í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

FH-ingar lentu í óvæntu basli með 3. deildarlið Kára frá Akranesi í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta, Mjólkurbikarsins, í Kaplakrika í kvöld en unnu að lokum 3:0.

Káramenn héldu hreinu gegn úrvalsdeildarliðinu í 55 mínútur en þá náði Steven Lennon að brjóta ísinn fyrir FH-inga, 1:0.

Þannig var staðan þar til á lokamínútum leiksins þegar Björn Daníel Sverrisson og Lennon bættu við tveimur mörkum fyrir FH.

mbl.is