Kórdrengir jöfnuðu á síðustu stundu

Heiðar Helguson ræðir við hetjuna Þóri Rafn Þórisson.
Heiðar Helguson ræðir við hetjuna Þóri Rafn Þórisson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Fjölnir og Kórdrengir skildu jöfn, 1:1, í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld, 1. deild.

Reynir Haraldsson, sem kom til Fjölnis frá ÍR fyrir þessa leiktíð, kom heimamönnum yfir undir blálok fyrri hálfleiks með sínu öðru marki á tímabilinu.

Þórir Rafn Þórisson jafnaði á lokamínútunni, einnig með sínu öðru marki á tímabilinu, og þar við sat.

Fjölnir er nú í öðru sæti með sjö stig og Kórdrengir áfram í sjötta með fimm. Leikurinn var sá fyrsti í fjórðu umferð og mun staðan í deildinni breytast töluvert áður en umferðinni er lokið.

mbl.is