Líður eins og heima hjá mér

Samantha Leshnak gómar boltann í leik með Keflavík gegn Val …
Samantha Leshnak gómar boltann í leik með Keflavík gegn Val á Hlíðarenda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bandaríkjakonan Samantha Leshnak Murphy, markvörður kvennaliðs Keflavíkur í knattspyrnu, er afar ánægð með að vera leikmaður maímánaðar hjá Morgunblaðinu eftir að hafa unnið sér inn 7 M í einkunnagjöf blaðsins í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Hefur hún fengið sjö mörk á sig í leikjunum og haldið marki sínu hreinu í þremur þeirra.

„Þetta er svo mikill heiður. Ég er markvörður, þannig að hversu oft mun þetta gerast? Þetta er mikill heiður og ég reyni alltaf að gera mitt besta fyrir liðið mitt þegar ég er á æfingu og úti á velli að spila. Ég verð að gefa Keflavík kredit, Hirti [Fjeldsted], Óskari [Rúnarssyni] og auðvitað Sævari [Júlíussyni], sem er markmannsþjálfarinn minn. Ég kalla hann Jódann minn af því að hann er svo vitur, hann veit bara allt!“ sagði Samantha í samtali við Morgunblaðið.

„Mér hefur bara liðið eins og ég sé heima hjá mér. Ég tel að ég hafi náð að standa mig eins vel og ég vildi, ég hef ekki á nokkurn hátt spilað fullkomlega og það er margt sem ég þarf að bæta, en þetta hefur reynst mér frábært umhverfi hvort sem um er að ræða þjálfunina eða stelpurnar. Ég verð að gefa Keflavík kredit og öllum hér, frá toppi til táar, Bennýju [Benediktu Benediktsdóttur] og Kalla [Karli Magnússyni], öllum. Það er búið að vera frábært hérna og ég er bara himinlifandi með þetta satt að segja,“ hélt hún áfram.

Samantha, sem er 25 ára gömul, hóf meistaraflokksferil sinn með North Carolina Tar Heels, knattspyrnuliði Norður-Karólínu-háskóla í Chapel Hill, þar sem hún lék um tæplega fjögurra ára skeið. Hún var ekki valin í nýliðavali NWSL-deildarinnar í Bandaríkjunum í janúar 2019 en nokkrum mánuðum síðar samdi hún þó við North Carolina Courage í deildinni, þar sem hún lék tvo leiki og varð meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag og þar má einnig sjá úrvalslið maímánaðar í Bestu deild kvenna

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »