Samantha var best í maí

Brenna Lovera og Samantha Leshnak voru tvær af bestu leikmönnum …
Brenna Lovera og Samantha Leshnak voru tvær af bestu leikmönnum Bestu deildar kvenna í maí. Samantha fékk 7 M og Brenna 6 M hjá Morgunblaðinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Samantha Leshnak, bandarískur markvörður Keflvíkinga, var besti leikmaðurinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í maímánuði samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni.

Samantha, sem kom til liðs við Keflvíkinga stuttu áður en Íslandsmótið hófst, hefur varið mark liðsins mjög vel og samtals fengið 7 M fyrir frammistöðu sína í fyrstu sex leikjum liðsins. Þar af fékk hún þrjú M fyrir einstaklega góðan leik þegar Keflavík vann óvæntan sigur á Breiðabliki, 1:0, í annarri umferð deildarinnar.

Topplið Vals á fjóra leikmenn í úrvalsliði maímánaðar, sem sjá má í blaðinu í dag og er byggt á M-gjöfinni, og einn leikmann til viðbótar á varamannabekknum. Arna Sif Ásgrímsdóttir miðvörður úr Val og Brenna Lovera framherji frá Selfossi eru næsthæstar í einkunnagjöfinni en þær fengu 6 M hvor í maímánuði.

Úrvalslið maímánaðar er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert