Selfoss og Valur í fjórðungsúrslit

Ásdís Karen Halldórsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoruðu báðar fyrir …
Ásdís Karen Halldórsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoruðu báðar fyrir Val í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Selfoss og Valur eru búin að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Mjólkurbikarsins, með góðum sigrum í 16-liða úrslitunum í kvöld.

Selfoss fékk Aftureldingu í heimsókn í Bestu deildarslag.

Gestirnir tóku forystuna í fyrri hálfleik með marki Hildar Karítasar Gunnarsdóttur.

Staðan var 0:1 í leikhléi en í þeim síðari sneru Selfyssingar taflinu við.

Miranda Nild, Brenna Lovera og Embla Dís Gunnarsdóttir skoruðu fyrir heimakonur og tryggðu Selfossi þannig 3:1-sigur.

Valur gerði þá góða ferð til Sauðárkróks þegar liðið mætti heimakonum í Tindastóli.

Ásdís Karen Halldórsdóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Ída Marín Hermannsdóttir og Cyera Hintzen komu Val í 4:0 áður en Hugrún Pálsdóttir minnkaði muninn fyrir Stólana í uppbótartíma.

Lokatölur því 4:1.

Selfoss og Valur eru því komin áfram í 8-liða úrslitin ásamt Þrótti úr Reykjavík, KR, Stjörnunni og Þór/KA.

Á morgun mætast Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir og Breiðablik og Keflavík og ÍBV í síðustu tveimur leikjum 16-liða úrslitanna.

Markaskorarar eru fengnir af Fótbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert