HK upp í annað sæti

HK er komið upp í annað sæti.
HK er komið upp í annað sæti. mbl.is/Hákon Pálsson

HK er komið upp í annað sæti 1. deildar kvenna í fótbolta, Lengjudeildarinnar, eftir 2:0-heimasigur á Grindavík í Kórnum í kvöld.

Hin bandaríska Gabriella Coleman kom HK yfir á 29. mínútu og fyrirliðinn Isabella Eva Aradóttir tryggði HK-ingum 2:0-sigur með marki á 49. mínútu.

Sigurinn var kærkominn fyrir HK eftir tvö töp í röð í deildinni. Liðið er nú í öðru sæti með 18 stig, einu stigi á eftir toppliði FH og tveimur á undan Tindastóli en HK hefur leikið einum leik meira. Grindavík er í sjötta sæti með sjö stig.

mbl.is