Guðmundur bestur í 10. umferð

Guðmundur Magnússon.
Guðmundur Magnússon. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Guðmundur Magnússon sóknarmaður úr Fram var besti leikmaður 10. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Guðmundur skoraði þrennu á mánudagskvöldið þegar Framarar gerðu jafntefli, 3:3, við Eyjamenn í bráðfjörugum leik sem var þeirra fyrsti á nýja heimavellinum í Úlfarsárdal.

Guðmundur fékk tvö M fyrir frammistöðu sína í leiknum en óvenjumargir fengu þá einkunn að þessu sinni, eða alls sjö leikmenn úr sex liðum í deildinni. Fimm leikir í 10. umferð voru leiknir á mánudag og þriðjudag en fyrsti leikurinn fór hinsvegar fram 28. apríl, leikur Víkings og Keflavíkur, og tveir bestu leikmenn Víkings í þeim leik eru í úrvalsliðinu sem sjá má í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »