Sigurður tekinn við KV

Agnar Þorláksson aðstoðarþjálfari og Sigurður Víðisson aðalþjálfari á Auto Park, …
Agnar Þorláksson aðstoðarþjálfari og Sigurður Víðisson aðalþjálfari á Auto Park, heimavelli KV. Ljósmynd/KV

Karlalið KV í knattspyrnu hefur tilkynnt um ráðningu á nýju þjálfarateymi. Sigurður Víðisson er nýr aðalþjálfari og honum til aðstoðar verður Agnar Þorláksson.

Sigurvin Ólafsson, sem hafði verið aðalþjálfari liðsins, lét formlega af störfum í gær og tók við stöðu aðstoðarþjálfara hjá karlaliði FH, þar sem hann verður Eiði Smára Guðjohnsen til aðstoðar.

Sigurður er 57 ára gamall og með mikla reynslu í þjálfun. Hann þjálfaði meistaraflokk kvenna samfleytt frá 2002 til 2016 og var þá með lið FH, HK/Víkings, Fjölnis og Augnabliks. Þá stýrði hann karlaliði Breiðabliks í tveimur leikjum til bráðabirgða vorið 2017. Sigurður hefur jafnframt þjálfað mikið í yngri flokkum um árabil.

„Siggi og Aggi taka formlega við liðinu í dag og munu stýra því út keppnistímabilið.

Þeir þekkja báðir vel til félagsins og bjóðum við þá hjartanlega velkomna til starfa,“ sagði í tilkynningu á samfélagsmiðlum KV í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert